Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bílvelta á Þingvallavegi í gærkvöldi

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á höfuðborgarsvæ? - Facebook
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um bílveltu á Þingvallavegi á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók útaf veginum og hafnaði bifreiðin á hvolfi í skurði.  Sjúkrabifreið var kölluð til sem flutti ökumanninn á slysadeild.

Í dagbók lögreglu kemur fram að hann hafi verið handtekinn að lokinni aðhlynningu, grunaður um ölvun við akstur. Hann er vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV