Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Snarpur skjálfti laust eftir miðnætti

Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Nokkuð snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga um klukkan 00:19. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands reyndist hann 4,7 að stærð. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, greindi frá því í miðnæturfréttum í kvöld að áfram mætti búast við skjálftum yfir þremur að stærð eitthvað á næstunni.

Upptök skjálftans voru á sömu slóðum og hrinan hefur verið síðan á miðvikudag. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi fundist austur á Hvolsvelli, í Borgarfirði og Búðardal.