Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Síðdegisskjálftar fundust vel á suðvesturhorninu

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Vilhjálmur Þór Guðmun - RÚV
Jarðskjálfti varð rétt vestur af Keili klukkan 16:30, sem mælist 4,2 að stærð. Tæpum klukkutíma fyrr varð skjálfti sem staðfestar tölur Veðurstofu Íslands segja að hafi verið 4,1 að stærð. Upptök hans voru 2,1 kílómetra vestur af Keili.

Skjálfti af stærðinni 3,9 fannst víða klukkan 16:01 og klukkan 16:36 varð skjálfti sem bráðabirgðatölur segja að hafi verið 3,5 að stærð.

Stærstu skjálftar á Reykjanesskaga síðustu 100 árin voru 1929 og 1968 og áttu upptök sín í Brennisteinsfjöllum.

Skjálftinn 23. júlí 1929 er sá stærsti sem vitað er að hafi orðið á Reykjanesskaga, eða 6, 3 stig. Hann fannst víðsvegar um land og olli umtalsverðu tjóni í Reykjavík og nágrenni.

Þann 5. desember árið 1968 varð skjálfti af stærðinni 6,0 sem olli minniháttar tjóni í Reykjavík.

Þetta kemur fram í samantekt Páls Einarssonar, prófessors emeritus við Jarðvísindadeild, um jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga 

Fréttin var uppfærð klukkan 17:00.