Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Rúnar Kárason semur við ÍBV

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Rúnar Kárason semur við ÍBV

28.02.2021 - 13:38
Rúnar Kárason hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV sem tekur gildi eftir yfirstandandi tímabil. Rúnar á að baki 100 landsleiki fyrir Ísland og hefur leikið erlendis sem atvinnumaður síðustu ár.

Handknattleiksdeild ÍBV tilkynnti um félagsskiptin á samfélagsmiðlum í dag. Þar segir að Rúnar skrifi undir þriggja ára samning við liðið en hann hefur spilað með danska úrvalsdeildarliðinu Rise-Esbjerg HH að undanförnu. 

Rúnar er fæddur 1988 og hefur spilað sem atvinnumaður síðan árið 2009. Á atvinnumannaferlinum hefur hann lengst af spilað í Þýskalandi þar sem hann spilaði með Fusche Berlin, Bergischer HC, Grosswalstadt, Rhein Neckar Löwen og TSV Hannover-Burgdorf.

RÚNAR KÁRASON TIL ÍBV! Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Rúnar Kárason til þriggja ára. Hann mun ganga til liðs...

Posted by ÍBV Handbolti on Sunday, February 28, 2021