Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

KR sótti öll stigin í Breiðholti

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

KR sótti öll stigin í Breiðholti

28.02.2021 - 22:09
KR hafði betur gegn ÍR í Dominos-deildinni í kvöld. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en KR-ingar voru betri undir lok leiks og tryggðu sér sigurinn.

ÍR og KR mættust í eina leik kvöldsins í Dominos-deild karla í körfubolta. Deildin hefur verið í hléi síðustu daga vegna landsliðsverkefna íslenska liðsins og var þetta því fyrstu leikur deildarinnar fyrir framan áhorfendur á þessu tímabili.

Fyrsti leikhluti var nokkuð sveiflukenndur og bæði lið voru yfir um tíma en það voru gestirnir sem leiddu eftir fyrsta leikhluta, 23-25. KR-ingar voru einnig betri í öðrum leikhluta og voru með átta stiga forystu í hálfleik þegar staðan var 41-49. 

ÍR mætti ákveðið til leiks í seinni hálfleik og náðu að komast yfir. KR-ingar komu þó til baka og voru tveimur stigum yfir, 68-70, þegar komið var að fjórða og síðasta leikhluta. ÍR-ingar náðu forystu þar og voru einu stigi yfir þegar að tæpar fjórar mínútur voru eftir. Þá komu tvær þriggja stiga körfur í röð frá KR og grunnurinn að sigri þeirra lagður. Lokatölur í leiknum urðu 91-84 fyrir KR. 

Hjá heimamönnum var Everage Lee Richardson stigahæstur með 21 stig. Hann var jafnframt með 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá KR voru Matthías Orri Sigurðarson og Tyler Sabin með 19 stig.