Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ekkert COVID-smit greint innanlands í gær

28.02.2021 - 11:15
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ljósmynd
Ekkert COVID-smit greindist innanlands í gær. Eitt smit var greint á landamærunum, samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum. Eitt innanlandssmit var greint í fyrradag og var það fyrsta smitið síðan 20. febrúar. Nýgengi smita innanlands er 0,3 og á landamærunum er nýgengið 3,6.