Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Telja mestar líkur á að hraun flæði um miðjan skagann

Mynd með færslu
 Mynd: Eldfjallafræði- og náttúruv?
Líklegast er að hraun flæði um miðjan Reykjanesskagann ef af gosi verður samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands frá í gærkvöldi. Yfirstandandi skjálftahrina vegur nú 50% af spánni, að því gefnu að kvika og skjálftar fari saman. Árétta ber að hafa þarf sterklega í huga að hér byggir á líkum.

Á Facebook-síðu hópsins kemur fram að miklar breytingar urðu frá fyrra spákorti. Því rauðari sem liturinn á kortinu er aukast líkurnar á að hraun flæði þar um. Hvorki hafa þó fundist merki um kvikusöfnun á Reykjanesskaga né aðra fyrirboða um eldgos. 

Langtímaspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps HÍ byggir á eldvirkni síðustu tíu þúsund ára en reynslan hefur sýnt að jarðskjálftar eru iðulega undanfari eldgosa.

Við gerð skammtímaspár tekur hópurinn tillit þess og að jarðskjálftar og vísbending um hvar eldsumbrota er helst að vænta. Hvorutveggja er síðan reiknað saman til að fá út hvar helst megi ætla að eldgos verði.

„Þannig gleymist ekki minni jarðfræði gagnanna, en á sama tíma er tekið tillit til þess sem er að gerast í okkar nútíma. Við spá um rof jarðskorpunnar er aðeins tekið tillit til staðsetningar, þar sem gossprunga opnast á yfirborði.“

Þegar hópurinn gerði seinni spá sína er sömuleiðis tekið tillit til þess að á eldvirkum svæðum eru skjálftar yfir 4,5 stig frekar en ekki tengdir flekahreyfingu og því útilokaðir í líkindareikningum.

„Sumsé, jarðfræðirannsóknir og skilningur á eldvirkni landsins vegur stórt í að meta hvar við megum vænta uppkomu elds.“

Með því að gera mælingar á hreyfingum jarðskorpunnar í rauntíma gerir Eldfjalla- og náttúruvárhópnum kleift að þrengja það landssvæði þar sem helst gætu orðið eldsumbrot.