Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fyrsta smitið síðan 20. febrúar

27.02.2021 - 11:17
Mynd með færslu
Biðraðir eftir COVID-sýnatöku heyra vonandi sögunni til Mynd: RÚV - Ljósmynd
Eitt COVID-smit greindist innanlands í gær og var sá sem greindist í sóttkví. Þetta er fyrsta innanlandssmitið síðan 20. febrúar. Þann dag greindist einnig eitt smit. Einnig var greint eitt smit hjá manneskju sem var að koma til landsins í gær.

Nýgengi smita innanlands síðustu tvær vikur er 0,3. Nýgengið á landamærunum er 3,6. 17 eru í sóttkví og 14 í einangrun vegna veirunnar. Bólusetningu er lokið hjá 12.564 manns.