Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ekkert innanlandssmit fimmta daginn í röð

26.02.2021 - 10:57
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær, fimmta daginn í röð. Ekkert smit greindist á landamærunum. Alls hafa greinst tíu smit innanlands það sem af er febrúarmánuði. Nýgengi innanlandssmita er nú 0,3 og hefur ekki verið lægra síðan 21. júlí þegar það var 0.

Nýgengi landamærasmita er 3,6. 

Nú eru 14 í einangrun með virkt COVID-19 smit. 17 eru í sóttkví.