Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Efnahagssamdráttur í Danmörku

26.02.2021 - 14:20
epa09034070 Denmark's Prime Minister Mette Frederiksen attends a press conference in the Prime Minister's Office in Copenhagen, Denmark, 24 February 2021.  EPA-EFE/Jens Dresling / POOL  DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - Politiken
Þriggja komma þriggja prósenta efnahagssamdráttur var í Danmörku í fyrra. Ástæðan er COVID-19 farsóttin að því er kemur fram í tilkynningu frá hagstofu landsins. Þar er jafnframt bent á að afkoman hafi verið betri en í Bandaríkjunum, þar sem samdrátturinn varð 6,4 prósent og 3,5 prósent í Evrópusambandsríkjunum. 

Mette Frederiksen forsætisráðherra segir að ástandið í Danmörku sé óðum að skána. Hún kveðst vonast til að það verði orðið mun skárra í maí en að undanförnu, eftir því sem fleiri verða bólusettir gegn veirunni. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV