Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Alexei Navalny futtur í fangabúðir

26.02.2021 - 15:36
epa09025238 Russian opposition leader Alexei Navalny stands inside a glass cage prior to a hearing at the Babushkinsky District Court in Moscow, Russia, 20 February 2021. The Moscow City court will hold a visiting session at the Babushkinsky District Court Building to consider Navalny's lawyers appeal against a court verdict issued on 02 February 2021, to replace the suspended sentence issued to Navalny in the Yves Rocher embezzlement case with an actual term in a penal colony.  EPA-EFE/YURI KOCHETKOV MANDATORY CREDIT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur verið fluttur í fangabúðir þar sem hann á að afplána rúmlega tveggja ára fangelsisdóm. Rússneska fréttastofan RIA Novosti hafði þetta í dag eftir Alexander Kalashnikov, yfirmanni fangelsismála.

Kalashnikov vildi ekki gefa upp hvar fangabúðirnar væru, en sagði að Navalny myndi afplána dóminn við algerlega eðlilegar aðstæður. Hann kvaðst geta ábyrgst að dvölin þar ætti hvorki eftir að stefna heilsu hans né lífi í hættu. 

Mannréttindadómstóll Evrópu skipaði Rússum í síðustu viku að láta Navalny lausan, þar sem fangavist myndi ríða honum að fullu. Stjórnvöld í Moskvu vísuðu því á bug. AFP fréttastofan hafði í dag eftir lögmanni Navalnys að hann hefði engar upplýsingar fengið um dvalarstað skjólstæðings síns. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV