Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Sóttvarnaraðgerðir verða hertar í Finnlandi

25.02.2021 - 09:48
epa09023186 Finnish Prime Minister Sanna Marin (L) and Estonian Prime Minister Kaja Kallas (R) pose for a photo as they meet at the House Kesäranta in Helsinki, Finland, 19 February 2021.  EPA-EFE/MAURI RATILAINEN
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands. Mynd: EPA-EFE - COMPIC
Stjórnvöld í Finnlandi boða hertar sóttvarnaraðgerðir í þrjár vikur frá og með 8. mars til að reyna að takmarka útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu.

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, sagði á fundi með fréttamönnum í morgun að til viðbótar þeim reglum sem þegar væru í gildi yrði athafnafrelsi takmarkað enn frekar.

Meðal áforma stjórnvalda er að banna fleiri en sex að koma saman í einu og að fylgst verði betur með að fólk virði reglur um sóttkví og einangrun. Þá er áformað að miða skólahald við yngri nemendur grunnskóla, hinir eldri fái fjarkennslu.

Þá hyggst stjórnin leggja fram frumvarp á þingi sem heimilar lokun veitingastaða eða skerða verulega starfsemi þeirra.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV