Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

25.02.2021 - 23:00
Mynd með færslu
 Mynd: aðsend mynd: Ingvar Erlingsson - RÚV
Óvissustigi var lýst yfir í Ólafsfjarðarmúla rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Fyrr í dag varaði Vegagerðin við því að snjóflóðahætta væri mögulega í Ólafsfjarðarmúla næsta sólarhringinn.

Minnst sjö snjóflóð féllu á Tröllaskaga í dag og sex á Vestfjörðum, samkvæmt skráningu á vef Veðurstofunnar. Snjóflóðin á Tröllaskaga hafa verið í nágrenni Davíkur og utan þéttbýlis í Ólafsfirði. Snjóflóðin hafa ekki verið sérlega kraftmikil, þau stærstu í stærðarflokki 2 af 5. Það þýðir þó að snjóflóð þeirrar stærðar gæti gafið mann. Þá má gera ráð fyrir að flóðin sé með hundrað tonna massa eða meira.Snjóflóðin í dag hafa fallið utan byggðar. Þau hafa ekki farið yfir vegi. 

Stærri snjóflóðin féllu við Digrahnjúk, Hofsskál og Sýlingarhnjúk nærri Dalvík og við Ytrafjall, utan þéttbýlis í Ólafsfirði. Hlaup í sama stærðarflokki féllu við Ytra-Bæjargil á Flateyri, á Snæfjallaströnd og nærri Kirkjubæ í Ísafirði. 

 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV