Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kastaði börnum sínum út um glugga og bjargaði þeim

25.02.2021 - 22:13
Erlent · Asía · Evrópa
Mynd: Gamze Sevil / EBU
Móðir í Istanbul í Tyrklandi náði á ótrúlegan hátt að bjarga fjórum börnum sínum þegar eldur kviknaði í íbúð þeirra á þriðju hæð um hádegisbil í gær.

Konan kastaði börnunum einu af öðru út um gluggann og nágrannar þeirra og vegfarendur á jörðu niðri gripu börnin með teppi sem þau strengdu á milli sín. Fljótlega kom slökkvilið og sjúkrabílar á vettvang og fluttu börnin á spítala sem sluppu öll með smávægileg meiðsli. Ekki kemur fram hvort eða hvernig móðir þeirra náði að bjarga sér frá eldinum. 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV