Ríku þjóðirnar hafa keypt nánast allt bóluefni
Stofnanir Sameinuðu þjóðanna, WHO og UNICEF, eru meðal þeirra sem standa að þessari áætlun. Til þessa hafa ríku þjóðirnar í heiminum keypt yfirgnæfandi meirihluta þess bóluefnis sem komið hefur á markað. Flestar þeirra hafa keypt bóluefni langt umfram þarfir og mörg ríki hafa lofað að bóluefni sem þau hafa ekki þörf fyrir verði dreift til fátækari ríkja í gegnum COVAX áætlunina.
Danir slaka á, Svíar herða aðgerðir
Einnig kom til umræðu aðgerðir sem norrænna þjóða vegna kórónuveirufaraldursins. Danir hafa boðað tilslakanir á meðan Svíar herða aðgerðir. Ragnar Bjartur Guðmundsson, markaðsfræðingur, heldur úti ítarlegum gagnagrunni um heimsfaraldurinn. Sjá má greiningu hans á stöðunni á Norðurlöndum vefsíðu hans.
Í lokin ræddu þau stuttlega greiningu Alberts Jónssonar, fyrrverandi sendiherra í Washington og Moskvu, á stöðu Íslands í heiminum. Hann birtir skrif sín um þróun í alþjóðamálum út frá stöðu Íslands og spáir í þróunina næstu áratugi. Skrif Alberts má lesa á heimasíðu hans.