Í dag er spáð fremur hægri breytilegri átt og þykknar upp með smáskúrum sunnanlands, en rofar smám saman til fyrir norðan. Hlýnandi, hiti verður 1 til 6 stig seinnipartinn, en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Vaxandi suðaustanátt í kvöld og fer að rigna um landið sunnan- og vestanvert.