Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hæg breytileg átt og smáskúrir syðra

25.02.2021 - 06:47
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Í dag er spáð fremur hægri breytilegri átt og þykknar upp með smáskúrum sunnanlands, en rofar smám saman til fyrir norðan. Hlýnandi, hiti verður 1 til 6 stig seinnipartinn, en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Vaxandi suðaustanátt í kvöld og fer að rigna um landið sunnan- og vestanvert.

Sunnan 8-15 m/s á morgun og rigning eða skúrir, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 4 til 11 stig. Bætir í vind annað kvöld.

Næstu daga er búist við ákveðinni suðlægri átt með vætu og mildu veðri víða um land, en lengst af þurrt um landið norðaustanvert. Kólnar á sunnudag með suðvestanátt og éljum, en birtir til eystra. Snýst í suðaustlæga átt um miðja næstu viku með dálítilli vætu sunnan- og vestanlands og hækkandi hita.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir