Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fleiri tilkynningar um sprengjuhótanir

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Lögreglu hafa borist fleiri tilkynningar um sprengjuhótanir í morgun og hefur verið gripið til aðgerða vegna þessa hjá þremur öðrum stofnunum, auk Menntaskólans við Hamrahlíð.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að hún telji sig vita hver stendur að baki þessum hótunum, líkt og kom fram í tilkynningu fyrr í morgun.