Anna Hildur Hildibrandsdóttir er leikstjóri A Song Called Hate. Hún fékk að fylgjast með sveitinni að tjaldabaki vikurnar frá því að hún sigraði í Söngvakeppninni og fram að sjálfu úrslitakvöldinu í Eurovision.
„Myndin er í rauninni um listina að taka afstöðu. Við sjáum það sem gerðist á bakvið tjöldin og álagið sem var á þeim við að gera hlutina öðruvísi en það reiknaði með eða vildi.“
Anna Hildur varð eins og margir hissa þegar Hatara sendi lag í Söngvakeppnina en hugsaði strax með sér að það gæti orðið spennandi efniviður í heimildarmynd ef sveitin ynni.
„Ég man að ég var búin að panta tíma hjá Skarphéðni Guðmundssyni [dagskrárstjóra RÚV] og var tilbúin með „pitch“ klukkan 9 á mánudagsmorgni eftir úrslitakvöldið í mars 2019.“
Öll spjót stóðu á Hatara í kringum keppnina. Annars vegar voru þau gagnrýnd fyrir að nota Eurovision vettvang fyrir pólitískan boðskap en en á hinn bóginn fyrir að taka ð taka þátt í henni yfir höfuð þar sem hún var haldin í Ísrael.