Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Stórir grjóthnullungar féllu á göngustíg við Bláa lónið

24.02.2021 - 16:55
Mynd: RÚV / RÚV
Stórir grjóthnullungar féllu á göngustíginn við Bláa lónið í skjálftahrinunni í morgun, eins og sést í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Bláa lónið var rýmt vegna jarðhræringanna og öryggisáætlun virkjuð, í fyrsta skipti. Vegna hættu á fleiri skjálftum var ákveðið að bíða með að taka út húsnæði Bláa lónsins þar til síðar í dag eða á morgun.

Almannavarnir hafa varað við því að fólk sé á ferli í fjallshlíðum vegna hættu á grjóthruni og skriðum.