Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Skjálfti upp á 3,4 suðvestur af Fagradalsfjalli

Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir - RÚV
Jarðskjálfti varð um þrjá og hálfan kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli þegar klukkuna vantaði um tólf mínútur í níu í kvöld. Hann var 3,4 að stærð samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga Veðurstofunnar. Skjálftinn er þá sá stærsti frá því skjálfti upp á 3,6 reið yfir klukkan 16:30 í dag.

Skjálftinn sem varð skömmu fyrir klukkan níu í kvöld fannst víða, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu.

Skjálftavirkni hefur haldið áfram í kvöld. Stærstu skjálftarnir eftir þann sem varð tólf mínútur í níu er undir þremur að stærð, tveir þeirra eru 2,6 samkvæmt frumniðurstöðum.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 21:37.

Uppfært 22:11 Annar skjálfti upp á 3,4 varð rétt fyrir klukkan tíu í kvöld.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV