Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sá sjöundi stærri en fimm undanfarin 45 ár

Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands - RÚV
Skjálftinn sem mældist 5,7 og varð suð-suðvestur af Keili rétt upp úr klukkan tíu í morgun er sjöundi skjálftinn yfir fimm að stærð sem mælist undanfarin 45 ár. Undanfarin 20 ár hafa mælst þrír skjálftar stærri en 5. Stærsti jarðskjálfti á sögulegum tíma á Íslandi er talinn hafa verið 7,1 að stærð, hann varð á Suðurlandi í ágúst 1784.

16. janúar 1976 mældist skjálfti af stærðinni 6,2 í Öxarfirði. Árið 2000 mældust tveir jarðskjálftar, báðir 6,6 að stærð, 17. og 21. júní, báðir á Suðurlandi. Árið 2008 varð skjálfti af stærðinni 6,3 á Suðurlandi.

21. júní fyrra mældist skjálfti af stærðinni 5,8 norðaustur af Siglufirði og 20. október síðastliðinn mældist skjálfti af stærðinni 5,6 vestan við Kleifarvatn.