Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Lýsa yfir hættustigi í Árnessýslu

Mynd: Skjáskot / RÚV
Hættustigi hefur verið lýst yfir í Árnessýslu vegna jarðskjálftahrinunnar í dag. Hættustig er í gildi á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu. Tveir af skjálftunum voru 5 og 5,7 að stærð, tíu voru yfir 4 að stærð og 53 stærri en 3.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, sagði í kvöldfréttum að það væri hugsanlegt að í þessu ástandi gætu orðið stærri skjálftar. Engar sterkar vísbendingar væru þó um slíkt. Þetta væri þó til marks um það hversu alvarlega staðan væri tekin að ákveðið væri að lýsa yfir hættustigi.

Hættustig hafi þó ekki nein áhrif á daglegt líf almennings heldur um viðbragð stjórnvalda.  

Nánar er rætt við Víði í spilaranum hér að ofan.