Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Hrafndís Bára vill fyrsta sæti á lista Pírata

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd
Hrafndís Bára Einarsdóttir gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Hún skipaði þriðja sæti á lista flokksins í síðustu þingkosningum og var kosningastjóri Pírata í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri 2018.

Hrafndís Bára er með diplómagráður í leiklist og framkomufræðum frá Kvikmyndaskóla Íslands og í viðburðastjórnun frá ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Hún segist gefa kost á sér núna því hún vilji tilheyra spillingarlausum flokki. Gera þurfi gagngerar breytingar á því hvernig hlutir eru gerðir, hvernig lífi fólk kjósi að lifa og hvernig samfélaginu sé stjórnað.

Einar Brynjólfsson, fyrrverandi þingmaður Pírata 2016 til 2017 og efsti maður á lista þeirra í síðustu kosningum, sækist einnig eftir fyrsta sæti á listanum.