Woods var að jafna sig eftir sína fimmtu aðgerð á baki þegar hann lenti í slysinu í morgun. Hann hafði gert sér vonir um að spila á Masters-mótinu í apríl.
“Tiger Woods is part of the Augusta National family, and the news of his accident is upsetting to all of us. We pray for him, for his full recovery and for his family during this difficult time.” – Chairman Fred Ridley
— The Masters (@TheMasters) February 23, 2021
„Þetta gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir feril hans,“ hefur BBC eftir golf-sérfræðingi sínum, Iain Carter. „Hann var í sjónvarpinu á sunnudag og þá höfðu margir orð á því hversu varfærinn hann var í yfirlýsingum sínum um hvort hann yrði kominn í form fyrir Masters. Nú hefur enginn áhyggjur af því lengur.“
Our thoughts are with Tiger and his family at this time. We wish him all the very best for his recovery.
— The Open (@TheOpen) February 23, 2021
Woods er einn fremsti íþróttamaður sögunnar og er talinn hafa breytt golfíþróttinni með kraftmikilli sveiflu sinni, áræðni og líkamlegu atgervi.
Árið 2009 urðu kaflaskil í lífi hans þegar hann keyrði á brunahana fyrir utan heimili sitt. Fréttir bárust af því að hann hefði yfirgefið hús sitt í skyndi eftir að þáverandi eiginkona hans hafði komist að stanslausu kvennafari og framhjáhaldi og elt hann á röndum með golfkylfu.
ímynd hans hrundi, hann missti styrktaraðila en líka virðingu golfheimsins. Hann tók sér frí frá golfi í framhaldinu en sneri fljótlega aftur þótt öllum væri ljóst að þar færi ekki sami Tiger Woods og áður hafði ráðið ríkjum.
Our thoughts are with Tiger and his family at this time. We wish him all the very best for his recovery.
— The Open (@TheOpen) February 23, 2021
Eftir fimm sigra á PGA-mótaröðinni 2013 fór aftur að síga á ógæfuhliðina þegar bakmeiðsli urðu þess valdandi að hann gat aðeins tekið þátt í 24 mótum næstu fjögur árin. Hann var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum sterkra verkjalyfja 2017 en áttu svo magnaða endurkomu á Masters-mótinu 2019 þar sem hann vann loks stórmót eftir 11 ára hlé.
. @tigerwoods, just seen the awful news. We know how tough you are, we’ve seen it a hundred times. Hoping and praying you’re ok my friend.
— Justin ROSE (@JustinRose99) February 23, 2021
Thoughts are with @TigerWoods and others involved, wishing a speedy recovery and I hope the injuries are not bad
— Ian Poulter (@IanJamesPoulter) February 23, 2021
Heal up quickly @TigerWoods! Praying for you and your family. God is in control always. Stay strong
— Stephen Curry (@StephenCurry30) February 23, 2021
Á vef Guardian er haft eftir umboðsmanni Woods að kylfingurinn hafi gengist undir aðgerð en engar frekari upplýsingar fengust um líðan hans. Fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar í kvöld að kylfingurinn hefði verið með meðvitund og sýnt viðbrögð þegar honum var bjargað úr bíl sínum en ástand hans hefði verið alvarlegt. Washington Post hefur eftir slökkviliðsstjóra að meiðsl Woods hafi ekki verið lífshættuleg