Gana verður í dag fyrst ríkja til að fá skammta af bóluefni við kórónuveirunni í gegnum Covax-samstarfið, sem felur í sér að tryggja fátækum ríkjum aðgang að bóluefni óháð efnahag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna greindu frá þessu í morgun.