Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Gana fyrst til að fá bóluefni í gegnum Covax

24.02.2021 - 08:23
epa09029496 A pharmacist prepares the Oxford/AstraZeneca Covid19 vaccine at an NHS vaccination centre in Ealing, west London, Britain 22 February, 2021. Britain's Prime Minister Johnson has pledged that all adults in the UK will be offered a coronavirus jab by the end of July. Johnson is to announce his four-part plan to lift the UK coronavirus lockdown on 22 February 2021.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Gana verður í dag fyrst ríkja til að fá skammta af bóluefni við kórónuveirunni í gegnum Covax-samstarfið, sem felur í sér að tryggja fátækum ríkjum aðgang að bóluefni óháð efnahag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna greindu frá þessu í morgun.

Gana fær til að byrja með 600.000 skammta af bóluefni frá AstraZeneca í gegnum Covax-samstarfið, en gert er ráð fyrir að landið verði búið að fá alls 2,4 milljónir skammta af bóluefninu fyrir árslok.

Ríflega 80.000 hafa greinst með kórónuveiruna í Gana, en staðfest dauðsföll af völdum COVOD-19 eru nærri sex hundruð. Sérfræðingar telja ástandið hins vegar mun verra en tölur gefi til kynna þar sem lítið hafi verið um sýnatökur.