Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Annar skjálfti 3,4 að stærð í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Rétt fyrir klukkan tíu varð skjálfti um 3,4 stærð. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar varð skjálftinn í nágrenni Fagradalsfjalls. Þetta er annar jarðskjálftinn í kvöld sem er yfir þremur að stærð. Fram að því hafði svo stór skjálfti ekki mælst frá því um klukkan hálf fimm í dag.

„Frá því eftir hádegið hefur verið mikil skjálftavirkni. Það hafa verið minni skjálftar heldur en við sáum í morgun og í hádeginu en áfram mikil virkni,“ segir Einar Bessi Gestsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Virknin er svo sannarlega ekki búin. Við erum áfram að mæla mikið af skjálftum.“

Aukinn mannskapur er á vakt á Veðurstofunni fram til miðnættis. Frá því klukkan ellefu í gærkvöldi hafa mælst meira en 1.230 skjálftar mælst í sjálfvirku kerfi Veðurstofunnar. 

Einar segir að fólk hafi fundið fyrir skjálftum frá sunnanverður Vestfjörðum að Hvolsvelli. Hann ræður fólki frá fjallgöngum á svæðinu á morgun því áfram er hætta á snörpum skjálftum.

„Það hefur sýnt sig í þeim skjálftum sem hafa orðið bæði í október og í dag að þá er hætta á grjóthruni í bröttum hlíðum,“ segir Einar Bessi.

Þá segir hann að hvorki séu merki um landris né að hraun kunni að fara að streyma upp á yfirborðið.