Vertar gagnrýna lögregluaðgerðir á veitingastöðum

23.02.2021 - 08:11
Veitingastaður
 Mynd: Fréttir
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa skorað á stjórnvöld að láta af stöðugum lögregluaðgerðum á veitingastöðum vegna sóttvarnaaðgerða. Tillögur sóttvarnalæknis um tilslakanir innanlands verða ræddar á ríkisstjórnarfundi sem fyrir hádegi í dag.

Tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis snúa meðal annars að tilslökunum á sóttvarnaráðstöfunum í menntastofnunum og skipulögðum menningarviðburðum. Þar er líka að finna ákveðnar tillögur um íþróttaviðburði.

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa skorað á stjórnvöld að fjöldi gesta veitingahúsa verði aukinn í 50 manns í hverju rými, að sérstakar undanþágur verið leyfðar varðandi tveggja metra regluna og að veitingastaðir fái að hafa opið til klukkan ellefu.

Þá óska samtökin eftir því að látið verði af stöðugum lögregluaðgerðum á veitingastöðum þar sem kannað hefur verið hvort þeir fylgi sóttvarnareglum. Lögregluaðgerðirnar, með tilheyrandi fréttaflutningi, grafi undan greininni í heild sinni.

„Umræðan um veitingastaði, eftirlit og aðgerðir sem þeim tengjast, er hróplega úr takti við nauðsyn og raunverulega stöðu. Aðrar atvinnugreinar hafa margoft ekki náð að virða tveggja metra reglu eðað fjöldatakmarkanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftirlitsferðum, sektum og fjölmiðlaumfjöllun,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.