Þrír grunaðir um brot á vopnalögum

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í Kópavogi í nótt grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann framvísaði bráðabirgðaskírteini annars manns og hann og tveir farþegar í bílnum eru grunaðir um brot á vopnalögum. Ökumaðurinn er einnig grunaður um ítrekaðan akstur án ökuréttinda.

Fimm aðrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Þá var par staðið að þjófnaði í verslun í Háaleitis- og Bústaðahverfi í Reykjavík. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV