Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í Kópavogi í nótt grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann framvísaði bráðabirgðaskírteini annars manns og hann og tveir farþegar í bílnum eru grunaðir um brot á vopnalögum. Ökumaðurinn er einnig grunaður um ítrekaðan akstur án ökuréttinda.