Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Syngjandi Síberíu-tígur

23.02.2021 - 18:19
Erlent · Dýr · Síbería · Tígrisdýr
Mynd: EBU / EBU
Myndband af syngjandi Síberíutígri fer nú sem eldur í sinu um rússneska samfélagsmiðla.

Tígurinn heitir Sherekhan, eins og tígrisdýrið í teiknimyndinni Frumskógarlíf, eða Jungle Book.

Hann er geymdur í dýragarði í Síberíu. Starfsfólk dýragarðsins segir Sherekhan hvorki þjást af hálsbólgu né neinu öðru meini í hálsi. Honum þyki einfaldlega gaman að nota röddina sína. Áhugasöm geta hlýtt á söng Sherekhan í spilaranum hér að ofan. 

 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV