Sökuð um samstarf við vígamenn

23.02.2021 - 15:03
Mynd með færslu
 Mynd: AP
Þrítug norsk kona af pakistönskum uppruna hefur verið látin laus eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í meira en eitt ár. Aftenposten hefur eftir yfirmanni í norsku öryggislögreglunni PST að ekki hafi verið ástæða til að halda henni lengur.

Konan var flutt til Noregs frá Sýrlandi í fyrra ásamt tveimur börnum hennar. Ákvörðun um heimflutninginn olli pólitískum deilum í landinu þar sem hún hafði verið í nánum tengslum við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Hún kemur fyrir rétt á mánudag, sökuð um samvinnu við þau. Ákæran byggist á að hún var gift þremur vígamönnum meðan hún bjó í Sýrlandi í sex ár og gætti bús og barna meðan þeir börðust fyrir stofnun kalífaríkis í Sýrlandi og Írak. Konan neitar sök. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV