Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Játaði morð á maltneskum blaðamanni

23.02.2021 - 20:17
epa08027590 A memorial to Daphne Caruana Galizia at the Great Siege Monument in Valletta , Malta, 26 November 2019. People demonstrate in Valletta following the resignations of Minister Konrad Mizzi and Prime Minister Joseph Muscat's Head of Staff Keith Schembri and  Minister Chris Cardona suspending himself from any activities of his party (Partit Laburista) as Malta police investigations into the murder of late journalist Daphne Caruana Galizia in 2017 continue.  EPA-EFE/DOMENIC AQUILINA
 Mynd: EPA
Karlmaður, sem viðurkenndi í dag að hafa myrt blaðamanninn Daphne Caruana Galizia, hlaut fimmtán ára fangelsisdóm fyrir ódæðið. Bíll blaðamannsins var sprengdur í loft upp nærri heimili hennar í október árið 2017.

Sá sem var sakfelldur í dag, Vincent Muscat, viðurkenndi að hafa komið sprengjunni fyrir. Hún var undir bílstjórasæti bíls Galiziu. Dómarinn í málinu sagði við dómsuppkvaðningu í dag að dómurinn hafi verið svo mildur þar sem Muscat hafi verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. 

Tveir til viðbótar eru í haldi, grunaðir um að vera samverkamenn hans. Galizia hafði flétt ofan af víðtækri spillingu sem teygði sig til æðstu valdhafa á Möltu. Nokkrir ráðherrar sögðu af sér vegna málsins, þar á meðal forsætisráðherrann, Joseph Muscat. Rannsókn sýndi fram á tengsl náinna samstarfsmanna hans við verknaðinn. 

Yorgen Fenech, maltneskur auðmaður, er einnig í haldi, grunaður um að hafa skipulagt illvirkið og fengið leigumorðingjana þrjá til að fremja það. Hann var handtekinn í nóvember 2019 um borð í snekkju sinni á leið frá Möltu.