
Játaði morð á maltneskum blaðamanni
Sá sem var sakfelldur í dag, Vincent Muscat, viðurkenndi að hafa komið sprengjunni fyrir. Hún var undir bílstjórasæti bíls Galiziu. Dómarinn í málinu sagði við dómsuppkvaðningu í dag að dómurinn hafi verið svo mildur þar sem Muscat hafi verið samvinnuþýður við rannsókn málsins.
Tveir til viðbótar eru í haldi, grunaðir um að vera samverkamenn hans. Galizia hafði flétt ofan af víðtækri spillingu sem teygði sig til æðstu valdhafa á Möltu. Nokkrir ráðherrar sögðu af sér vegna málsins, þar á meðal forsætisráðherrann, Joseph Muscat. Rannsókn sýndi fram á tengsl náinna samstarfsmanna hans við verknaðinn.
Yorgen Fenech, maltneskur auðmaður, er einnig í haldi, grunaður um að hafa skipulagt illvirkið og fengið leigumorðingjana þrjá til að fremja það. Hann var handtekinn í nóvember 2019 um borð í snekkju sinni á leið frá Möltu.