Nú er ljóst hvaða tólf lið verða í pottinum í annarri umferð keppninnar en fjögur lið fóru með Íslandi áfram í fyrstu umferð. Hin átta liðin eiga það sameiginlegt að hafa mistekist að komast áfram úr undankeppni EuroBasket 2022. Íslandi mistókst að komast í undankeppni EuroBasket og þurfti því að fara í gegnum fyrstu umferð forkeppninnar.
Liðin úr forkeppni HM:
- Ísland
- Hvíta-Rússland
- Portúgal
- Slóvakía
Liðin úr undankeppni EM:
- Austurríki
- Danmörk
- Lettland
- Svartfjallaland
- Norður-Makedónía
- Rúmenía
- Svíþjóð
- Sviss
Ekki er ljóst hvenær verður dregið í riðla. Þrjú lið verða dregin í fjóra riðla en tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram í sjálfa undankeppnina fyrir HM 2023.