
Frontex-verkefnið í uppnámi?
„Fyrri samningurinn innihélt sérstakan útiverukafla þar sem flugvirkjum var heimilt að fara til útlanda og vinna. Þessi kafli er ekki lengur í nýjum samningi.“
- En er ekki full mikið að segja að Frontex-verkefnið sé í uppnámi?
„Það er náttúrlega ekki okkar að meta hvort það sé í uppnámi en við vitum að flugvirkjar eru ekki tilbúnir að fara að starfa erlendis á þeim kjörum sem nýr samningur kveður á um og þeim ber ekki skylda að gera það heldur,“ segir Guðmundur Úlfar.
Hann segir að menn vilji bara vera heima hjá sér ef þeir fái ekki þau launakjör sem þeir telji að þeir þurfi að hafa. Flugvirkjar séu tilbúnir að semja um þetta. Gæslunni hafi verið sent bréf um að flugvirkjar þurfi ekki að fara utan samkvæmt nýja samningnum. Svar hefur ekki borist.
„Gæslan hefur haldið því að flugvirkjum að þeir þurfi bara að fara út. Það þurfi ekki að semja sérstaklega um þetta þrátt fyrir að samningurinn kveði á um að það þurfi.“