Ekkert nýtt smit í gær

23.02.2021 - 10:58
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Ekkert kórónuveirusmit greindist á landinu í gær, hvorki innanlands né á landamærum. 17 eru í einangrun hér á landi og 24 í sóttkví. Nýgengi innanlands er 1,4 og 4,9 á landamærum.

Óvenjumörg einkennasýni voru tekin innanlands í gær, 1.188 og 259 á landamærunum. 

Í dag eru 22 dagar síðan kórónuveirusmit greindist síðast utan sóttkvíar.