Íþróttafélög þurfa að tryggja eins metra fjarlægð á milli óskyldra aðila og þá þarf að selja í númeruð sæti. Áhorfendur þurfa einnig að bera grímu.
Ljóst er að íþróttafélög og stuðningsfólk taka þessum fréttum fagnandi. Ef ekki er hægt að uppfylla skilyrðin sem talin eru upp hér að ofan gildir 50 manna fjöldatakmörkun.