Mynd: SVT

Saksóknari í Svíþjóð hefur ákært tæplega fimmtugan Gautaborgarbúa fyrir njósnir í þágu Rússlands. Saksóknarinn, Mats Ljungqvist, segir að maðurinn hafi stundað iðnaðarnjósnir hjá Volvo og Scania og afhent rússneskum leyniþjónustumanni upplýsingarnar og þegið greiðslu fyrir.
Handtekinn á veitingastað í Stokkhólmi
Sænska öryggislögreglan handtók manninn á veitingastað í miðborg Stokkhólms árið 2019 og var hann þá með rússneskum leyniþjónustmanni, að því er öryggislögreglan segir og fram kemur á vef SVT, sænska ríkissjónvarpsins. Maðurinn starfaði bæði fyrir Volvo-verksmiðjurnar í Gautaborg og Scania í Södertälje. Leyniþjónustmaðurinn var í starfsliði rússneska sendiráðsins og hvarf úr landi skömmu síðar.