Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Málflutningur áfrýjunarmáls Gunnars Jóhanns hefst í dag

22.02.2021 - 10:11
Mynd með færslu
 Mynd: Facebook
Málflutningur í áfrýjunarmáli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar fyrir Lög­manns­rétti Hålogalands í Tromsø hófst klukkan 9 í morgun að norskum tíma.

Gunnar Jóhann var dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar í október síðastliðnum fyrir að hafa banað Gísla Þór Þórarinssyni hálfbróður sínum í apríl 2019.

Torstein Lindquister sækir málið sem fyrr og Bjørn André Gulstad er verjandi Gunnars Jóhanns ásamt Brynjar Nielsen Meling.

Gunnar hefur ávallt haldið því fram að ásetningur hans hafi verið að hræða Gísla Þór með byssunni og að slysaskot hafi hæft hann í lærið. Það hafi orðið til þess að Gísla hafi blætt út.

Samkvæmt dagskrá Lögmannsréttarins verður málfutningur alla þessa viku og mánudaginn 1. mars.