Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Magnús Norðdahl vill leiða lista Pírata í NV-kjördæmi

22.02.2021 - 15:00
Mynd með færslu
 Mynd: Magnús Davíð Norðdahl
Magnús Davíð Norðdahl, starfandi lögmaður, gefur kost á sér til að leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi prófkjöri flokksins fyrir Alþingiskosningar í haust. Hann hefur ekki setið á þingi áður.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, og Gunnar Ingibergsson, útgerðarmaður og nemi í tölvunarfræði,  hafa bæði gefið kost á sér í oddvitasæti Norðvesturkjördæmis.

Píratar náðu ekki inn manni í kjördæminu í síðustu kosningum. 

Prófkjör Pírata í fer fram rafrænt dagana 3. til 13. mars.