Landsliðsmarkmaður fór í hjartastopp á æfingu

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Landsliðsmarkmaður fór í hjartastopp á æfingu

22.02.2021 - 19:23
Landsliðsmarkmaður Portúgalska karlalandsiðsins í handbolta, Alfredo Quintana, fór í hjartastopp á æfingu Porto fyrr í dag. Frá þessu greinir félagið á Twitter síðu sinni. Quintana var í portúgalska liðinu sem náði sínum besta árangri á HM í janúar.

Quintana ætti að vera flestum Íslendingum vel kunnugur en hann stóð milli stanga portúgalska landsliðsins þegar Ísland mætti því þrívegis með stuttu millibili í byrjun janúar. Þessi frábæri markvörður fór í hjartastopp á miðri æfingu með félagsliði sínu, Porto, í morgun.

Félagið greinir frá þessu á Twitter síðu sinni í dag og segir að Quintana hafi verið fluttur á sjúkrahús samstundis þar sem honum er sinnt eins vel og hægt er. Nánari upplýsinga um atvikið er að vænta frá félaginu.