Fyrir leikinn voru Haukar í öðru sæti með stigi minna en FH en þó tveimur leikjum minna sömuleiðis. ÍR var aftur á móti í neðsta sætinu án stiga.
Leikurinn var kaflaskiptum framan af og var jafnt á öllum tölum í hálfleik 13-13. Heimamenn spiluðu frábæran handbolta á meðan gestirnir virtust ekki ná sér almennilega á strik, þegar 10 mínútur voru eftir var staðan jöfn og leikurinn opinn. Þá hrukku Haukar í gang og unnu að lokum 29-26 og tryggðu sér bæði stigin. Orri Freyr Þorkelsson, Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson skoruðu allir sex mörk fyrir Hauka sem koma sér fyrir á toppi deildarinnar.