Hamar styrkti stöðu sína á toppnum

Mynd með færslu
 Mynd: Hamar - RUV

Hamar styrkti stöðu sína á toppnum

22.02.2021 - 22:18
Blaklið Hamars hefur komið af krafti í úrvalsdeild karla í blaki þetta tímabilið. Liðið sótti Fylki heim í kvöld og vann öruggan 3-0 sigur.

Hamarsliðið er taplaust það sem af er tímabili í blakinu en Hamar hefur spilað flesta leiki af þeim níu liðum sem eru í deildinni eða tíu talsins. Liðið hefur spilað frábært blak og það sem meira er, ekki tapað nema einni hrinu hingað til í deildinni.

Í kvöld var Fylkir engin fyrirstaða fyrir sterkt lið Hamars. Leikar enduðu 3-0 en settin enduðu 25-10, 25-12 og 25-7. Jakub Madej og Radoslaw Rybak enduðu stigahæstir í liði Hamars með 12 stig.