„Magnús var bara magnaður karakter“

Mynd: RÚV / RÚV

„Magnús var bara magnaður karakter“

21.02.2021 - 08:30

Höfundar

Lítið hefur verið fjallað um Magnús Einarsson bónda, málmsmið og listamann þó hann hafi skilið eftir sig verk sem eru meðal annars í eigu konungsfjölskyldunnar í Bretlandi og Danmörku. Í Fyrir alla muni í kvöld er rannsakaður hlutur sem líkist deiglu og er mögulega talinn hafa verið í hans eigu.

Vitað er að Magnús Einarsson bóndi smíðaði sjö svokallaða ljósahjálma sem prýða meðal annars kirkjur á Suðurlandi. Í síðasta þætti Fyrir alla muni í bili munu Viktoría og Sigurður rannsaka deiglu eina sem gæti hafa verið í eigu Magnúsar.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fannst þessi deigla eða suðupottur fyrir tilviljun?

Þau hitta fyrir Gunnar Thorberg sem hefur deigluna í fórum sínum. Þegar hann á sínum tíma hafði samband við Byggðasafnið á Stokkseyri til að spyrjast fyrir um uppruna hennar var honum tjáð að grunur léki á að deiglan hefði tilheyrt Magnúsi. „Síðan þá höfum við Magnús eiginlega orðið vinir, hann veit bara ekki af því og er löngu dáinn,“ segir Gunnar. „Það sem maður hefur lært og komist að er að Magnús var bara magnaður karakter.“

Fyrir alla muni er á dagskrá í kvöld klukkan 20:25.

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Dularfullt nasistamerki í fórum íslensks safnara

Menningarefni

Halla og Eyvindur ákærð fyrir að farga barni sínu