Vitað er að Magnús Einarsson bóndi smíðaði sjö svokallaða ljósahjálma sem prýða meðal annars kirkjur á Suðurlandi. Í síðasta þætti Fyrir alla muni í bili munu Viktoría og Sigurður rannsaka deiglu eina sem gæti hafa verið í eigu Magnúsar.
Vitað er að Magnús Einarsson bóndi smíðaði sjö svokallaða ljósahjálma sem prýða meðal annars kirkjur á Suðurlandi. Í síðasta þætti Fyrir alla muni í bili munu Viktoría og Sigurður rannsaka deiglu eina sem gæti hafa verið í eigu Magnúsar.
Þau hitta fyrir Gunnar Thorberg sem hefur deigluna í fórum sínum. Þegar hann á sínum tíma hafði samband við Byggðasafnið á Stokkseyri til að spyrjast fyrir um uppruna hennar var honum tjáð að grunur léki á að deiglan hefði tilheyrt Magnúsi. „Síðan þá höfum við Magnús eiginlega orðið vinir, hann veit bara ekki af því og er löngu dáinn,“ segir Gunnar. „Það sem maður hefur lært og komist að er að Magnús var bara magnaður karakter.“
Fyrir alla muni er á dagskrá í kvöld klukkan 20:25.