Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bílar og brotajárn brunnu

21.02.2021 - 13:44
Eldur á svæði Hringrásar á Reyðarfirði
 Mynd: Guðmundur Helgi Sigfússon - Ljósmynd
Eldur kom upp í bílflökum á svæði Hringrásar á Reyðarfirði skömmu fyrir hádegi í dag. Slökkviliðinu á staðnum, auk liðsauka frá Fáskrúðsfirði, tókst að varna því að eldurinn bærist í bíldekk á svæðinu.

Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri á Reyðarfirði, segir að tilkynningin um eldinn hafi borist skömmu fyrir klukkan tólf, en svæðið er rétt innan við bæinn og þar eru bílflök, brotajárn og ýmist járnarusl. „Eldtungurnar stóðu upp og þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ segir Guðmundur. „En okkur tókst að koma í veg fyrir að kviknaði í dekkjunum, það var helsta áhyggjuefnið.“

Búið var að slökkva eldinn upp úr klukkan hálf tvö. Guðmundur segir að ekki sé vitað um eldsupptök.

Eldur á svæði Hringrásar á Reyðarfirði
 Mynd: Guðmundur Helgi Sigfússon - Ljósmynd
annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir