Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Þyrla Gæslunnar sótti slasaða vélsleðakonu

20.02.2021 - 13:52
Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - RÚV
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða vélsleðakonu upp úr klukkan hálf tvö í dag við Tjaldafell, norðan Skjaldbreiðar. Konan var þar í hópi vélsleðafólks, hún ók sleða sínum fram af hengju og slóst hann þá utan í hana, þannig að hún slasaðist, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Samferðamenn konunnar fluttu hana í nærliggjandi skála, Höfuðból við Tjaldafell  þar sem hlúð var að henni og björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út til aðstoðar. 

Ekki er vitað um meiðsli konunnar.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir