Osaka mætti Bandaríkjakonunni Jennifer Brady í úrslitum og átti ekki í teljandi vandræðum. Osaka vann í tveimur settum; 6-4 og 6-3. Þetta er í annað sinn sem hún sigrar á mótinu en hún vann það líka árið 2019. Alls er þetta fjórði risatitill hennar en hún vann líka Opna bandaríska meistaramótið í fyrra og árið 2018.
Úrslitaleikur karla er í fyrramálið. Þar mætast Serbinn Novak Djokovic, áttfaldur meistari á mótinu, og Rússinn Daniil Medvedev.