Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Naomi Osaka vann Opna ástralska

epa09025512 Naomi Osaka of Japan holds the trophy after winning the women's singles final against Jennifer Brady of the United States on day 13 of the Australian Open tennis tournament at Rod Laver Arena in Melbourne, Australia, 20 February 2021.  EPA-EFE/JAMES ROSS  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP

Naomi Osaka vann Opna ástralska

20.02.2021 - 10:49
Japanska tenniskonan Naomi Osaka sigraði örugglega í úrslitaleik Opna ástralska meistaramótsins í morgun. Þetta var fjórði sigur hennar á risamóti í tennis.

Osaka mætti Bandaríkjakonunni Jennifer Brady í úrslitum og átti ekki í teljandi vandræðum. Osaka vann í tveimur settum; 6-4 og 6-3. Þetta er í annað sinn sem hún sigrar á mótinu en hún vann það líka árið 2019. Alls er þetta fjórði risatitill hennar en hún vann líka Opna bandaríska meistaramótið í fyrra og árið 2018.

Úrslitaleikur karla er í fyrramálið. Þar mætast Serbinn Novak Djokovic, áttfaldur meistari á mótinu, og Rússinn Daniil Medvedev.