Of margir gestir reyndust vera á einum af þeim fimmtán krám og veitingastöðum sem lögreglumenn fóru á í eftirlitsferð í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld. Kannaðar voru sóttvarnir, fjöldi gesta og afgreiðslutíma á stöðunum. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að á langflestum staðanna hafi ráðstafanir verið góðar og í samræmi við gildandi reglur. Á einum þeirra hafi hins vegar verið of margir gestir og hólfaskipting ógreinileg. Þá hafi starfsmenn ekki verið með grímur.