Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vinstri-græn og Framsókn bæta við sig fylgi

18.02.2021 - 14:11
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Vinstri-græn og Framsóknarflokkurinn auka fylgi sitt milli mánaða samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR en fylgi Samfylkingarinnar minnkar. Breytingar á fylgi annarra flokka eru innan skekkjumarka. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúmra 22 prósenta fylgi í nýju könnuninni. Samfylkingin og Vinstri græn mælast með rúmlega þrettán prósenta fylgi. Píratar, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn mælast með um það bil ellefu prósenta fylgi. 

Fylgi Sósíalistaflokks og Flokks fólksins mælist í kringum fjögur prósent, undir fimm prósenta markinu sem tryggir uppbótarsæti á þingi. Þeir flokkar næðu samkvæmt þessu ekki á þing nema með því að tryggja sér kjördæmiskjörinn þingmann.

 
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV