Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ekkert smit innanlands sjötta daginn í röð

18.02.2021 - 11:05
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær, sjötta daginn í röð. Tvö smit greindust á landamærunum, annar þeirra sem greindist þar hafði mótefni en enn er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu á hinu sýninu.

363 einkennasýni voru tekin innanlands í gær, heldur færri en undanfarið, og 140 sýni á landamærunum. Nýgengi innanlands er 1,9 og nýgengið á landamærunum er 5,2. Nýgengi er samanlagður fjöldi greindra smita síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa.

Alls eru 27 í sóttkví á Íslandi og 26 í einangrun.