Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Slakað á sóttvörnum í Ósló

17.02.2021 - 15:13
epa08907640 A healthcare worker displays a vial of the Pfizer/BioNtech COVID-19 vaccine during first vaccination at the Umberto I Hospital in Rome, Italy, 28 December 2020.  EPA-EFE/ANGELO CARCONI
 Mynd: EPA-EFE - Ansa
Borgaryfirvöld í Ósló heimiluðu í dag að börn og ungt fólk upp að nítján ára aldri megi hefja íþróttaiðkun að nýju, jafnt innan dyra sem utan. Tómstundastarf ungmenna hefst einnig að nýju. Háskólanemum verður heimilað að mæta til náms frá og með morgundeginum. Einnig verða bókasöfn opnuð fljótlega, sömuleiðis lestrarsalir.

Verslanamiðstöðvar í borginni verða áfram lokaðar. Forseti borgarstjórnar sagði, þegar hann kynnti þessar breytingar á sóttvarnarreglum, að ákvörðun um að opna þær verði að líkindum tekin á næstu vikum. Hann minnti börn og foreldra á að fylgja vandlega öllum sóttvarnarreglum þótt leyfi hafi verið gefið fyrir íþróttaæfingum. 
Hátt í 240 þúsund höfðu um hádegi verið bólusettir gegn kórónuveirunni í Noregi, 4,46 prósent þjóðarinnar. Þar af hafa tæplega 74 þúsund fengið tvær sprautur. Á vef norsku lýðheilsustofnunarinnar kemur fram að nokkur seinkun er á bólusetningaráætlun yfirvalda. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV