Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Goldman Sachs og fleiri gera bindandi tilboð í Advania

15.02.2021 - 07:44
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Sjóður í eigu fjárfestingabankans Goldman Sachs, ásamt danska fjárfestingasjóðnum VIA Equity, lykilstjórnendum á Norðurlöndum og nokkrum smærri hluthöfum hafa gert bindandi kauptilboð í  meirihluta hlutafjár upplýsingatæknifyrirtækinu Advania.

Fyrirtækið varð til í núverandi mynd við samruna nokkurra upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð árið 2012 en á rætur að rekja aftur til ársins 1939 þegar Einar J. Skúlason stofnaði viðgerðarþjónustu í Reykjavík.

Í tilkynningu kemur fram að velta Advania var yfir 76 milljarðar króna á síðasta ári en hjá fyrirtækinu starfa um 1.400 manns um öll Norðurlönd. Fulltrúar nýrra eigenda Advania segjast ætla að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins og styðja við núverandi stefnu þess. Kaupin eru háð samþykki samkeppnisyfirvalda.